UMHVERFISSKÝRSLA 2017


Um skýrsluna
Gögn og upplýsingar birtar í þessari skýrslu gilda fyrir árið 2017 og tengjast meginstarfsemi IKEA á Íslandi. Gögn frá 2015 og 2016 eru sett fram til samanburðar.


Umhverfismál hjá IKEA á heimsvísu

Umhverfisvernd og meðvituð stefna til móts við sjálfbærari framtíð er nauðsynleg. Það er ekki flóknara. Sem betur fer færast umhverfisvænni lifnaðarhættir í aukana hjá jarðarbúum, en það er í mörg horn að líta þegar horft er til framtíðar. Líf okkar þarf að breytast á svo mörgum sviðum til að skapa umhverfisvænni framtíð. Stórfyrirtæki þurfa ekki síst að sinna þeirri samfélagslegu skyldu sinni að líta í eigin barm og gera starfsemi sína sjálfbærari hvar sem því verður við komið. IKEA hefur lagt mikla vinnu í að hafa umhverfisvernd til hliðsjónar í einu og öllu, hvort sem það snýst um að flokka pappír á skrifstofunni, gefa til samfélagsins eða byggja nýjar verslanir án þess að valda skaða á umhverfinu við framkvæmdirnar.

IKEA á heimsvísu hefur sett sér afar metnaðarfulla umhverfisstefnu sem kallast People & Planet Positive. Þar er viðfangsefnunum skipt í þrjá flokka: Heilsusamlegt og sjálfbært líf, sanngjarnt og réttlátt samfélag og hringrás og orkuhlutleysi. Stefnan kom fyrst út 2012 en var uppfærð 2018 og inniheldur núna markmið sem sett eru til ársins 2030 og eru sett í samhengi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. IKEA á Íslandi starfar að sjálfsögðu samkvæmt þessari sameiginlegu stefnu allra IKEA landa, en hefur nú í fyrsta skipti sett sér umhverfisstefnu um reksturinn hér á landi.


Árangursríkar aðgerðir

IKEA hefur ávallt lagt áherslu á hámarksnýtingu auðlinda. Hugsunin að baki því er að framfylgja þeirri sýn IKEA að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta. Mörgum þeirra markmiða sem sett voru fram í People and Planet Positive stefnunni árið 2012 er þegar náð. Til að mynda hefur öll bómull sem notuð er í IKEA vörur frá september 2015 verið frá bómullarbændum sem nota sjálfbærari framleiðsluaðferðir; minna vatn, minni áburð og minna skordýraeitur. Einnig var farið alla leið með LED lýsingu árið 2015 og nú hefur tekist að framleiða LED perur á verði sem engan hefði órað fyrir aðeins nokkrum árum áður. Þetta eru aðeins dæmi um leiðir sem við förum til að hjálpa fólki um allan heim að lifa sjálfbærara lífi. Aðstæður eru mismunandi á hinum fjölmörgu mörkuðum þar sem IKEA rekur verslanir og á flestum þeirra er orka mun takmarkaðri auðlind en hér á landi. Settar hafa verið upp tæplega milljón sólarrafhlöður á IKEA byggingar um allan heim og fyrirtækið á og rekur nokkur hundruð vindmyllur. Allt er þetta gert til að ná markmiði um orkuhlutleysi 2020.


Umhverfisvernd er okkur í blóð borin

IKEA er í einstakri stöðu til að auðvelda milljónum manna að lifa sjálfbærara lífi heima. Þessi ábyrgð er tekin alvarlega og viðskiptavinir okkar eru hvattir til að spara orku og vatn, draga úr sóun og lifa heilsusamlegu lífi. Litlar breytingar hjá hverjum og einum af næstum milljarði gesta IKEA á ári, skapa breytingar sem skipta jörðina máli. 


Umhverfismál og samfélagsábyrgð hjá IKEA á Íslandi

IKEA á Íslandi hefur lagt mikla áherslu á að verða leiðandi í bæði umhverfis- og samfélagsmálum. Við höfum lagt mikla vinnu í að ná utan um umhverfisáhrif félagsins á heildstæðan hátt, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka urðun á úrgangi og minnka pappírsnotkun og notkun á neysluvatni með markvissum hætti. 

Í takti við stefnu IKEA undirritaði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar árið 2015. Yfirlýsingin var afhent í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fór fram í París í desember 2015. Reykjavíkurborg og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, hafa haldið utan um yfirlýsingu fyrirtækjanna og fylgja henni eftir með fræðslu sem boðið hefur verið upp á í tengslum við verkefnið. Markmið Loftslagsverkefnisins eru að:

  • Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
  • Minnka myndun úrgangs. 
  • Mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta.

Í kjölfar undirritunar höfum við lagt sérstaka áherslu á lið 3 og nú hefur farið fram umtalsverð vinna við að safna upplýsingum um kolefnisspor fyrirtækisins. Einnig var skipaður umhverfisfulltrúi fyrirtækisins og hefur sá starfsmaður haldið utan um innleiðingu á umhverfisstjórnunarhugbúnaði Klappa og önnur loftslagsverkefni sem IKEA á Íslandi ræðst í. Meðal þeirra verkefna sem lögð hefur verið áhersla á  eru:

  • Umbætur í flokkun; á skrifstofu, öðrum baksvæðum og í verslun
  • Aukin fræðsla um umhverfismál fyrir starfsfólk, bæði til að kynna þeim það sem þegar er gert og hvetja alla til að gera betur í sínu daglega umhverfi
  • Aðgengi að rafhleðslustöðvum hefur verið stóraukið
  • Vefsvæði er í smíðum á vef IKEA þar sem gerð verður grein fyrir upplýsingum og markmiðum fyrirtækisins í umhverfismálum og samfélagsábyrgð. 

Fyrsta umhverfisskýrsla IKEA á Íslandi kom út í október 2018 þá fyrir árin 2015, 2016 og 2017. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöðu þeirrar vinnu.


Áherslur og árangur í umhverfismálum árið 2017

Á árinu 2017 lögðum við mikla áherslu á að innleiða hugbúnaðinn Klappir CORE þar sem haldið er utan um umhverfismál okkar á heildstæðan hátt. Helstu upplýsingar eru dregnar fram á umhverfismælaborði sem sýnir á hverjum tíma alla helstu þætti umhverfismála félagsins. Til að tryggja áreiðanleika og tíðni umhverfisuppgjöra IKEA þá byggist söfnun umhverfisupplýsinga á sjálfvirkri gagnasöfnun frá meginstarfsemi og birgjum félagsins en þannig er hægt að fylgjast með ávinningi af einstökum aðgerðum í umhverfismálum og tryggja að hver aðgerð skili því sem lagt var upp með.

Með beitingu stafrænnar tækni á öllum sviðum umhverfismála hefur IKEA náð fram gagnsæi umhverfisupplýsinga ásamt heildstæðum og traustum umhverfisuppgjörum sem ná yfir starfsemi félagsins.

Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um losun IKEA sem fellur undir umfang 1, 2 og 3 fyrir árið 2017. Einnig er fjallað sérstaklega um þá rekstrarþætti sem falla undir hvert umfang og stuðla að kolefnisspori okkar. Í flestum tilvikum má sjá aukningu á notkun þeirra afurða sem hafa áhrif á umhverfisfótspor okkar en hana má að mestu leyti rekja til aukinna umsvifa IKEA á Íslandi.


Umfang 1: Bein losun

Til umfangs 1 telst bein losun frá starfsemi fyrirtækja. Í tilfelli IKEA á Íslandi er eingöngu um að ræða eldsneyti fyrir árin 2015, 2016 og 2017 en gert er ráð fyrir að losun vegna eigin sólarsella falli hér undir í umhverfisuppgjöri fyrir árið 2018. Þegar losun í umfangi 1 árið 2017 er borin saman við losun ársins 2016 í umhverfisuppgjörinu hér að neðan má sjá að losun vegna eldsneytisnotkunar mælt í tonnum COígilda hækkaði um 51% á milli ára. 

Eldsneytisnotkun bílaflotans

Eldsneytisnotkun IKEA jókst um 48,70% á milli áranna 2016 og 2017. Mest var aukningin í litaðri díselolíu sem fyllt er á tanka hjá okkur í Kauptúninu. Fyllt er á vinnutæki sem sinna t.d. snjóruðningi og öðru á lóð fyrirtækisins af umræddum tanki og skýrir sú notkun á litaðri díselolíu að langmestu leyti aukninguna á milli ára.


Umfang 2: Óbein losun 

Til umfangs 2 telst óbein losun fyrirtækis vegna notkunar þess á rafmagni og heitu vatni. Í töflu 1 hér að neðan má sjá að losun í umfangi 2 dróst saman um 8% á milli áranna 2016 og 2017. Ástæðuna má að mestu rekja til 25,14% samdráttar í notkun á heitu vatni. Fyrir því eru aðallega tvær ástæður; minna snjóaði árið 2017 en árið 2016 en auk þess dró úr þörf fyrir snjóbræðslu með heitu vatni.

Rafmagnsnotkun IKEA jókst lítillega á milli ára eða um 6,44%. Bakarí var opnað í janúar 2017 en þar eru orkufrekir ofnar í gangi stóran hluta dagsins, auk kæla. Það var einnig bætt við stórum tækjum á veitingastaðnum á árinu, hraðkælir o.fl. Þessi tæki eru öll hrein viðbót, þ.e. engin eldri tæki voru tekin úr notkun í staðinn, og má því rekja aukningu í orkunotkun að fullu til þeirra. Stefnt er að uppsetningu á sólarsellum á þak tæknibyggingar IKEA að Kauptúni 4 á fyrri hluta árs 2018, en vonir standa til þess að þær muni standa undir einhverjum hluta af rafmagnsnotkun fyrirtækisins árið 2018 og til framtíðar. 


Umfang 3: Óbein losun

Til umfangs 3 telst óbein losun fyrirtækis vegna varnings og þjónustu sem það kaupir og selur. Í umhverfisuppgjörinu hér að neðan má sjá að losun frá þeim þáttum í umfangi 3 sem mældir voru jókst um 45% á milli áranna 2016 og 2017 en þeir voru; millilandaflutningar, innanbæjargámaakstur, vöruflutningar innanlands, millilandaflug vegna viðskiptaferða og úrgangur.   

Langstærsti losunarliður IKEA í umfangi 3 er flutningur varnings til Íslands sem jókst töluvert árið 2017 vegna stóraukinnar sölu en samtals voru fluttir inn 38.259 rúmmetrar árið 2016 en árið 2017 voru rúmmetrarnir orðnir 49.929. Aukningin nam því 30,5 prósentum.
 
 
 

Annar stærsti losunarþáttur IKEA í umfangi 3 árið 2017 var losun vegna förgunar og meðhöndlunar á úrgangi sem myndaðist við reksturinn og nam 213,9 tonnum COígilda. Þrátt fyrir 19% aukningu á heildarmagni úrgangs á milli ára, hækkaði losun vegna förgunar og meðhöndlunar úrgangs eingöngu um 7%. Ástæðuna má rekja til flokkunarátaks sem ýtt var úr vör árið 2017 sem gekk vel og skilaði betri flokkun á þeim úrgangi sem féll til við starfsemina. Sem hluti af flokkunarátakinu var settur upp pallur við gáma til að auðvelda aðgengi starfsmanna að gámunum. 

Árið 2018 stendur til að setja upp svokallað VAC kerfi sem tekur á móti þeim umtalsverða lífræna úrgangi sem safnast á veitingastað, mötuneyti starfsmanna og bakaríi IKEA. Úrgangurinn er hakkaður niður og geymdur á tanki sem síðan er tæmdur reglulega. Gámaþjónustan sér um að tæma tankinn og notar úrganginn til framleiðslu á moltu og/eða lífdísel.  

Stærsti einstaki úrgangsflokkurinn frá IKEA er bylgjupappi, enda er öllum okkar vörum pakkað í slíkar umbúðir. Í skoðun er að kaupa baggavél sem þjappar bylgjupappanum saman í kubba og sparar þannig tíðar ferðir sorphirðuaðila að sækja hann. 

Farnar voru færri viðskiptaferðir árið 2017 en árið 2016 og því dróst losun sem af þeim stafaði saman á milli ára. Samtals nam lækkunin 20,44%. Flugferðir starfsmanna munu héðan í frá streyma beint inn í gangagrunn umhverfismála og falla undir umfang 3 í umhverfisuppgjörinu. Millilandafundir og námskeið eru nokkuð algeng vegna alþjóðlegrar tengingar fyrirtækisins.


Mótvægisaðgerðir 

Ákveðið var að kolefnisjafna starfsemi IKEA á Íslandi fyrir árið 2017. Kolefnisjöfnunin fór til jafns fram í gegnum Votlendissjóð og Kolvið og nam 1.770 tCO2í. Áformað er að halda áfram að kolefnisjafna reksturinn árlega og skoða í hvert skipti fyrir sig með hvaða hætti það verður gert.


Aðgerðaáætlun IKEA seinni hluta 2017 og 2018Til stendur að árið 2019 hafi IKEA á Íslandi mjög skýra mynd af losun í umfangi 1, 2 og 3 og miðar sú aðgerðaáætlun sem hér er lögð fram fyrir það sem eftir er af árinu 2017 og árið 2018 að því. Aðgerðirnar eru birtar með þeim fyrirvara um mögulegar breytingar í umhverfisskýrslu fyrir árið 2018 sem gefin verður út á fyrstu mánuðum ársins 2019. 

Eldsneyti 
Ekki hefur verið mögulegt að streyma gögnum um eldsneytiskaup frá COSTCO með rafrænum hætti og því hafa gögnin verið sett inn handvirkt sem dregur úr skilvirkni og rekjanleika. Ákjósanlegast væri að kaupa eingöngu eldsneyti frá aðilum sem geta streymt gögnum rafrænt í umhverfishugbúnað. 

Snjallmælar fyrir rafmagn og heitt vatn 
Í skoðun er að setja upp snjallmæla til að mæla orkunotkun IKEA í kWh með stafrænum hætti og streyma upplýsingum í umhverfishugbúnað IKEA. Það væru þá bæði mælar fyrir raforkunotkun og notkun á heitu vatni (m3 og kWh). 

Snjallmælar fyrir kalt vatn 
Einnig verður kannað hvort fýsilegt væri að setja upp snjallmæli sem heldur utan um notkun á köldu vatni og mælir magnið í rúmmetrum. 

Viðskiptaferðir erlendis 
Til stendur að gögnum um flug vegna viðskiptaferða erlendis verði streymt inn í umhverfishugbúnað IKEA. Gert er ráð fyrir því að verkefnið klárist haustið 2018. 

Sólarsellur 
Sólarsellur verða settar upp á þak tæknibyggingar við Kauptún 4. Öll raforka sem þar safnast er mæld og til stendur að streyma upplýsingum um hana beint í umhverfishugbúnað IKEA. 

Úrgangur 
Áfram verður lögð áhersla á að bæta flokkun og minnka hlutfall óflokkaðs úrgangs. Verið er að kanna möguleika á að taka í notkun baggavél sem þjappar öllum bylgjupappa saman og gerir flutning á pappanum þannig hagkvæmari. 

Upplýsingaskjár fyrir viðskiptavini 
Settir verða upp skjáir í anddyri IKEA sem sýna stöðu fyrirtækisins í umhverfismálum og árangur af þeim aðgerðum sem farið hefur verið í. Einnig verður þar miðlað upplýsingum um verkefni sem tengjast samfélagsábyrgð. asdf
 
 Umhverfisuppgjör fyrir árið 2017


MIKLATORG HF. - UMHVERFISUPPGJÖR 2017
LYKILTÖLUREining201520162017
Losun gróðurhúsalofttegundaKolefnisspor án mótvægisagerðatCO2í1.5331.2391.770
    Umfang 1-232335
    Umfang 2 (landsnetið)-523--
    Umfang 2 (afskráning upprunaábyrgða)--6358
    Umfang 3-9861.1531.677
Mótvægisaðgerðir---1.770
Kolefnisspor með mótvægisaðgerðumtCO2í1.5331.2390
KolefnisvísarKolefnisvísitala veltukgCO2í/m.kr.228,01159,470,0
Kolefnisvísir húsnæðiskgCO2í/m274,454,80,0
Kolefnisvísir seldra rúmmetrakgCO2í/s.m348,3732,390,0
Kolefnisvísir orkukgCO2í/MWst195,2192,90,0
    Samdáttur í vísitölu frá grunnári (2015)%-1,2%100,0%
OrkunotkunHeildarorkunotkunkWst7.852.6796.423.7005.927.234
    Orka vegna notkunar jarðefnaeldsneytis-88.51687.993132.373
    Raforkunotkun-3.066.8013.331.1333.545.737
    Orka frá heitu vatni til húshitunar-4.697.3623.004.5742.249.124
Hlutfall endurnýjanlegrar orku%98,87%98,63%97,77%
Hlutfall endurnýjanlegrar raforku%71%21%100%
ÚrgangurHeildarmagn úrgangskg723.447856.9291.018.783
    Bylgjupappi-261.180327.230463.340
Flokkaður úrgangur-454.625561.146771.953
Óflokkaður úrgangur-268.822295.783246.830
Hlutfall flokkaðs úrgangs%62,8%65,5%75,8%
ReksturStærð húsnæðism220.60022.60022.600
Veltam.kr6.7227.7708.842
Seldir rúmmetrar (vörusala)m331.68538.25949.929


SUNDURLIÐUN UPPGJÖRSLYKILTÖLUREining201520162017
Umfang 1: Bein losunHeildarlosun í umfangi 1tCO2í23,323,235
Kílógrömm af eldsneytikg.7.6117.56611.382
    Bensín-537779185
    Díselolía-7.0746.78411.196
    Metanne
3
Lítrar af eldsneytilítr.9.0389.02413.419
    Bensín-7151.039247
    Díselolía-8.3237.98113.172
    Metanne-4-
Umfang 2: Óbein losunHeildarlosun í umfangi 2tCO2í523,163,259,2
    Raforkunotkun-481,536,639,3
    Heitt vatn til húshitunar-422720
RaforkunotkunkWst3.066.8013.331.1333.545.737
    Endurnýjanleg raforka-2.177.4283.331.1333.545.737
    Kjarnorka-368.01600
    Jarðefnaeldsneyti-521.35600
Heitt vatn til húshitunarm380.98951.80338.778
    Upphitað grunnvatn-80.98951.80338.778
    Heitt vatn frá borholum-000
Umfang 3: Óbein losunHeildarlosun GHL í umfangi 3tCO2í9861.1531.677
    Úrgangur-185,7200,8213,9
    Viðskiptaferðir-16,920,716,5
    Vöruflutningar innanlands-

50
    Innanbæjargámaaksturs-

11
    MillilandaflutningartCO2í783,7931,31.385,2
Úrgangurtonn723.447856.9291.018.783
    Flokkað-454.625,0561.146,0771.953,0
    Óflokkað-268.822295.783246.830
ViðskiptaferðirFj.10211098
MótvægisaðgerðirKolefnisjöfnuntCO2í

1.770
Votlendissjóður-

885
Kolviður-

885